Hæfileikakeppni

Starfsbraut mynd GK
Starfsbraut mynd GK
Nemendur á starfsbraut hafa að undanförnu æft söngatriði þar sem áhersla er á lífsgleði, jákvæðni og hamingju. Hópurinn tekur þátt í hæfileikakeppni starfsbrauta framhaldsskólanna, sem fram fer í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á fimmtudagskvöld. Tilhögun keppninnar er breytt, hingað til hafa verið stuttmyndir annað árið en söngatriði hitt.

Nemendur á starfsbraut hafa að undanförnu æft söngatriði þar sem áhersla er á lífsgleði, jákvæðni og hamingju. Hópurinn tekur þátt í hæfileikakeppni starfsbrauta framhaldsskólanna, sem fram fer í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á fimmtudagskvöld. Tilhögun keppninnar hefur verið breytt, hingað til hefur verið stuttmyndakeppni annað árið en söngatriði hitt. Nú eru ekki aðrar reglur en þær að hver skóli getur verið með eitt atriði og hámarkslengd er fimm mínútur. Starfsbrautarhópurinn leggur upp á fimmtudagsmorgun og nýtir þær stundir sem gefast utan keppniskvöldsins til að sjá sig um í höfuðstaðnum. Heimkoma er áætluð á föstudag, sem er alþjóðlegur hamingjudagur.  Myndir