Íslandsmeistarar í blaki

Skriður mynd Óskar
Skriður mynd Óskar

Stelpurnar í Skriðum mættu galvaskar til leiks þriðju og síðustu keppnishelgina á Íslandsmótinu í blaki. Liðið var taplaust í 5. deild. Allar stelpurnar í liðinu eru eða hafa verið nemendur í MTR. Mótið um síðustu helgi fór fram á Álftanesi en hin tvö mótið fóru fram á Siglufirði í október og í Garðabæ í febrúar.

Stelpurnar í Skriðum mættu galvaskar til leiks þriðju og síðustu keppnishelgina á Íslandsmótinu í blaki. Liðið var taplaust í 5. deild. Allar stelpurnar í liðinu eru eða hafa verið nemendur í MTR. Mótið um síðustu helgi fór fram á Álftanesi en hin tvö mótið fóru fram á Siglufirði í október og í Garðabæ í febrúar.

Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með nokkrum yfirburðum. Liðið hafði unnið alla sína tíu leiki fyrir helgina og það hélt uppteknum hætti og vann alla fjóra leikina um helgina. Í heildina spiluðu stelpurnar fjórtán leiki á mótinu, vann þá alla og tapaði einungis tveimur hrinum. Liðið mun því spila í 4. deild að ári. Stelpurnar hafa verið að æfa mjög vel í allan vetur en þess má geta að flestar þeirra byrjuðu að stunda blakíþróttina fyrir rúmu ári. Allar eru eða hafa verið í MTR og það verður spennandi að sjá liðið næsta vetur því ef til vill munu einhverjar þeirra hverfa á vit fjarlægra ævintýra eftir útskrift í vor.  Hægt er að sjá lokastöðuna í deildinni hér:
http://blak.is/default.asp?page=upplvefur/Deildir.asp&Skoda=Lokastada