Akureyrarferð starfsbrautar

Mynd Birgitta
Mynd Birgitta
Nemendur starfsbrautar eru enn á ferð og flugi. Í gær brugðu þeir sér í námsferð inn á Akureyri. Fyrsta stopp var í Skautahöllinni þar sem nemendur og starfsfólk brautarinnar reyndu sig á þessum tólum sem höllin er kennd við. Gekk mannskapnum misjafnlega vel að fóta sig en allir skemmtu sér vel og sluppu heilir á húfi af ísnum.

Nemendur starfsbrautar eru enn á ferð og flugi. Í gær brugðu þeir sér í námsferð inn á Akureyri. Fyrsta stopp var í Skautahöllinni þar sem nemendur og starfsfólk brautarinnar reyndu sig á þessum tólum sem höllin er kennd við. Gekk mannskapnum misjafnlega vel að fóta sig en allir skemmtu sér vel og sluppu heilir á húfi af ísnum.

Næst var haldið að Nonnahúsi þar sem nemendur fengu leiðsögn sagnfræðings um húsið og fræddust um ævi og störf Jóns Sveinssonar. Þótti nemendum sú heimsókn einkar fróðleg og áhugaverð þar sem þeir hafa verið að horfa á þættina um Nonna og Manna og lesa sér til um mannvininn Nonna. Að þessu innliti loknu var hungrið farið að segja til sín og var þá haldið á Greifann í góðan málsverð.

En fjörið var alls ekki á enda því næst var haldið í Bogfimisetrið þar sem nemendur fengu leiðsögn í þessari skemmtilegu íþrótt og fengu síðan að reyna sig við að skjóta í mark. Er óhætt að segja að þetta hafi verið toppurinn á góðri ferð og þurfti fararstjórinn bókstaflega að draga jafnt nemendur sem starfsfólk brautarinnar út úr setrinu því nú styttist í heimferð. Höfðu margir á orði að þetta væri íþrótt sem þeir vildu stunda. Á heimleiðinni var tekinn smá krókur og keyrt fram hjá Skipalóni þar sem Nonni dvaldi um hríð sem drengur og hinn eftirminnilegi bardagi við ísbirnina átti sér stað. Kom það nemendum nokkuð á óvart hversu nálægt þeim þessir atburðir hefðu átt sér stað. Var ferðin hin ánægjulegasta í alla staði og kvöddust nemendur og starfsfólk með bros á vör í lok dags. Myndir