Mynd Birgitta
Starfsbrautarnemar gerðu góða ferð til höfuðstaðarins þar sem þeir náðu að taka þátt í hæfileikakeppni starfsbrauta í framhaldsskólum, skoða sýninguna Hvalir Íslands og fylgjast með sólmyrkvanum. Framlag MTR-starfsbrautar í hæfileikakeppninni var flutningur lagins "Lífið er yndislegt" eftir Hreim Örn Heimisson, sem var svo vinsamlegur að lána undirleikinn.
Starfsbrautarnemar gerðu góða ferð til höfuðstaðarins þar sem þeir náðu að taka þátt í hæfileikakeppni
starfsbrauta í framhaldsskólum, skoða sýninguna Hvalir Íslands og fylgjast með sólmyrkvanum. Framlag MTR-starfsbrautar í hæfileikakeppninni var
flutningur lagins "Lífið er yndislegt" eftir Hreim Örn Heimisson, sem var svo vinsamlegur að lána undirleikinn.
Fimmtán atriði voru flutt í keppninni sem fram fór í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Í fyrsta sæti var atriði frá
Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Þóra Karen Valsdóttir, söng sig í fyrsta sæti fyrir Skagfirðinga.
Eftir keppnina var dansað við diskótónlist.
Á nýju hvalasafni á Grandanum í Reykjavík skoðuðu nemendur MTR líkönn af öllum hvalategundum sem sést hafa við strendur
Íslands. Líffræðingur veitti leiðsögn á staðnum og spurðu nemendur hann margs. Sólmyrkvinn var svo rúsínan í pylsuendanum,
ef svo má segja. Nemendur voru að tygja sig til heimferðar þegar tungl gekk fyrir sólu og það varð nær aldimmt í höfuðstaðnum og
jökulkalt. Ekki voru viðeigandi gleraugu tiltæk en gestgjafar hópsins klipptu niður svarta ruslapoka og gagnaðist plastið okkar fólki til að njóta
sólmyrkvans.
Nemendur skemmtu sér mjög vel í ferðinni og voru skólanum sínum til sóma. Myndir Video