Mynd Ida Semey
Matarmenning sýnir heimsmynd okkar og mótar hugmyndir okkar, hagkerfi, siðferði og samfélag. Í áfanganum matur og menning ögra nemendur sér til að búa til, framreiða og smakka rétti sem eru framandi. Bragð, lykt og aðferð við matreiðsluna er öðruvísi en við erum vönust. Spænskur matur var þemað í kennslustund í gær og fundust sumum réttirnir gazpacho og paella sérlega óárennilegir.
Matarmenning sýnir heimsmynd okkar og mótar hugmyndir okkar, hagkerfi, siðferði og samfélag. Í áfanganum „matur og menning“ ögra
nemendur sér til að búa til, framreiða og smakka rétti sem eru framandi. Bragð, lykt og aðferð við matreiðsluna er öðruvísi en við
erum vönust. Spænskur matur var þemað í kennslustund í gær og fundust sumum réttirnir gazpacho og paella sérlega óárennilegir.
Gazpacho er tómatsúpa sem er ekki elduð og því borin fram köld eins og drykkur. Paella er aftur á móti hrísgrjónaréttur
með fjölbreyttu sjávarfangi og kryddi. Í gær voru notaðar venjulegar rækjur, risarækjur, kolkrabbi, smokkfiskur, hvítlaukur, paprika, saffran og
fleira krydd. Gerðir voru empanadas, hálfmánar fylltir með nautakjöti og tortilla, eggjakaka með kartöflum og lauk, steikt á pönnu báðum
megin. Þá var lagaður eftirrétturinn flan, sem er karamellubúðingur eldaður í vatnsbaði í ofni.
Stöku nemendur treystu sér ekki til að smakka alla réttina. Aðrir smökkuðu allt og þótti flest gott. Hálfmánarnir voru
vinsælastir og Tortilla-eggjakakan var líka fremur óumdeild. Tvennt er bannað í kennslustundum í áfanganum – að segja „oj-bara“ og
að gera lítið úr samnemendum fyrir mistök, óheppni eða klaufaskap.