Merkjahönnun

Hönnun mynd GK
Hönnun mynd GK
Náttúra og nærumhverfi skólans var notað til að styðja hugmyndavinnu við hönnun merkja (logos) í einum áfanganum í miðannarvikunni. Nemendur fóru líka út til að skoða umhverfisgrafík. Kennari var Hlín Ólafsdóttir, grafískur hönnuður. Hún segir að nemendur hafi komiðsér á óvart og verið mun vinnusamari og áhugasamari en hún hefði fyrirfram þorað að vona.

Náttúra og nærumhverfi skólans var notað til að styðja hugmyndavinnu við hönnun merkja (logos) í einum áfanganum í miðannarvikunni. Nemendur fóru líka út til að skoða umhverfisgrafík. Kennari var Hlín Ólafsdóttir, grafískur hönnuður. Hún segir að nemendur hafi komiðsér á óvart og verið mun vinnusamari og áhugasamari en hún hefði fyrirfram þorað að vona.

 

Eftir að hafa fangað hugmynd og skissað hana upp hófst vinnan við að teikna og útfæra merkið (logoið). Hlín segist hafa náð að kynna fyrir nemendum góðan grunn í leturfræði, myndmáli og hugmyndavinnu, ásamt því að ná að fullvinna lógó bæði sjálffstætt og í hóp. Heimavinna nemenda einkenndist af því að skoða letur og merki og gagnrýna nokkur dæmi sem þau völdu sjálf út frá fyrirlestrum. Það gekk alveg frábærlega, segir Hlín.  MYNDIR