Patrekur kafar mynd GK
Nemendur í útivistaráfanga prófuðu köfun og brimbretti í gær. Þeir notuðu Atlantshafið og sundlaugina í Ólafsfirði til æfinga. Í köfun var byrjað á bóklegri kynningu og farið yfir þær hættur sem fylgja köfun. Patrekur Þórarinsson segist ekki hafa verið hræddur en pínulítið stressaður, hann gæti vel hugsað sér að fara á námskeið og læra meira og kafa svo í Silfru á Þingvöllum.
Nemendur í
útivistaráfangaprófuðu köfun og brimbretti í
gær. Þeir notuðu Atlantshafið og sundlaugina í Ólafsfirði til
æfinga. Í köfun var byrjað á bóklegri kynningu og farið yfir þær hættur sem fylgja köfun.
Patrekur Þórarinsson segist ekki hafa verið hræddur en pínulítið stressaður, hann gæti vel hugsað sér að fara á
námskeið og læra meira og kafa svo í Silfru á Þingvöllum.
Veðurguðirnir
reyndu að stríða hópnum sem fór til
sjávar, þetta var líklega lygnasti dagur ársins og ekki
gára við Ósbrekkusand. En nemendur og kennari dóu ekki ráðalaus, flatmöguðu á brettunum og syntu langt út á fjörð þar til
þreyta sótti að þeim og tími var kominn til að
snúa heim. Ferðin var ekki alveg það sem lagt var upp með, en allir
komu samt sáttir að landi.
Kennslustundin var rúm klukkustund og á eftir voru allir fegnir að
skella sér í heita pottinn í sundlaug Ólafsfjarðar. Óskir eru um að reyna köfun aftur og í næsta tíma verður kafað,
annað hvort í sjó eða ósöltu vatni. Leiðbeinandi um köfun er Gestur Hansson en Óliver Hilmarsson kennir surfið. Myndir