Háskólakynning

Háskólaheimsókn mynd JVH
Háskólaheimsókn mynd JVH
Tuttugu nemendur sem ætla að útskrifast frá MTR á skólaárinu urðu margs vísari um námsframboð í Háskólanum á Akureyri í gær. Nemendur sem leggja stund á 11 greinar á þremur brautum þar kynntu námið, hver í sinni grein. Sigurður Björn Gunnarsson, sem útskrifaðist fyrir tæpum tveimur árum frá MTR kynnti nám í nútímafræði.

Tuttugu nemendur sem ætla að útskrifast frá MTR á skólaárinu urðu margs vísari um námsframboð í Háskólanum á Akureyri í gær. Nemendur sem leggja stund á 11 greinar á þremur brautum þar kynntu námið, hver í sinni grein. Sigurður Björn Gunnarsson, sem útskrifaðist fyrir tæpum tveimur árum frá MTR kynnti nám í nútímafræði.

Nemendur skólans hittu nokkra gamla nemendur héðan sem nú stunda nám við HA. Fjölmennt var á kynningunni enda boðið þangað nemendum frá öllum framhaldsskólum á Norðurlandi. Eftir kynningu nemenda gátu gestirnir leitað sér upplýsinga um nám í þeim greinum sem þeir hafa áhuga á og urðu þá bæði kennarar og nemendur fyrir svörum. Einnig lá frammi talsvert af kynningarefni. MTR-nemar voru mjög ánægðir, bæði með inntak og skipulag kynningarinnar. Þau höfðu við orð á heimleiðinni að Háskólinn á Akureyri væri stærri og flottari og með meira námsframboð en þau hefðu áður haldið.