Fyrsta verkefni annarinnar í áfanganum DAN2B var að hlusta á og greina nýársræðu Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Flestum nemendum þótti ræðan athyglisverð en sitt sýndist hverjum um gæði hennar. Drottningin talaði um mikilvægi þess að bæta samfélagið og sá boðskapur náði vel til nemenda.
Fyrsta verkefni annarinnar í áfanganum DAN2B var að hlusta á og greina nýársræðu Margrétar
Þórhildar Danadrottningar. Flestum nemendum þótti ræðan athyglisverð en sitt sýndist hverjum um gæði hennar. Drottningin talaði um
mikilvægi þess að bæta samfélagið og sá boðskapur náði vel til nemenda.
Einn gat þess að dottningin setti sig ekki á háan hest og sumir lýstu vilja til að fylgja ákalli hennar og líta
á vandamál sem áskorun, eitthvað til að leysa en ekki láta sliga sig. Talsverð umræða varð um hugtökin að tala sig upp og tala sig
niður í framhaldi af ræðunni. Þá veltu nemendur fyrir sér hefðum konungdæmisins, af hverju eiginmaður Margrétar væri ekki
kóngur, hvernig hún tengdist Íslandi og hver tæki við af henni í fyllingu tímans.