Styrkur frá RANNÍS

mynd Gísli K
mynd Gísli K
Kennararnir Bjarki Þór Jónsson og Tryggvi Hrólfsson hafa fengið styrk frá RANNÍS að upphæð 1,4 milljónir króna til að búa til kennsluefni sem verður aðgengilegt kennurum sem vilja búa til áfanga í töluvleikjafræðum. Tvímenningarnir hafa á vorönn kennt slíkan áfanga sem þeir hafa hannað. Áfanginn þótti takast vel en hann er ekki aðallega um spilun tölvuleikja heldur um hönnun þeirra og innviði.

Kennararnir Bjarki Þór Jónsson og Tryggvi Hrólfsson hafa fengið styrk frá RANNÍS að upphæð 1,4 milljónir króna til að búa til kennsluefni sem verður aðgengilegt kennurum sem vilja búa til áfanga í töluvleikjafræðum. Tvímenningarnir hafa á vorönn kennt slíkan áfanga sem þeir hafa hannað. Áfanginn þótti takast vel en hann er ekki aðallega um spilun tölvuleikja heldur um hönnun þeirra og innviði.

Námskeið í tölvuleikjafræði eru kennd við marga erlenda framhaldsskóla og háskóla. Hér á landi hafa tölvuleikir hins vegar fyrst og fremst verið notaðir sem kveikjur í kennslu forritunar, stærðfræði og fleiri greina. Áfanginn sem kenndur var á vorönninni er að því er best er vitað sá fyrsti sinnar tegundar í íslenskum framhaldsskóla ásamt áfanga í kvikmyndafræði og tölvuleikjafræði sem kenndur var í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ á sama tíma.

Bjarki Þór og Tryggvi þróuðu tölvuleikafræðiáfangann í námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun sem Sólveig Jakobsdóttir kenndi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands á haustönninni. Bjarki Þór er kennaranemi en er með MA gráðu í Digital Games: Theory and Design frá Brunel háskólanum í Lundúnum. Tryggvi hefur kennt ensku, sögu og heimspeki við MTR síðan haustið 2011. Þeir nutu styrks frá stjórn skólans við þróun áfangans.