Minnsta drykkjan í MTR

Nemendur MTR eru sjaldnar ölvaðir en nemendur annarra framhaldsskóla landsins. Í könnun sem gerð var snemma á árinu sögðust tuttugu og fimm prósent nemenda hafa orðið ölvuð síðustu þrjátíu daga. Í flestum framhaldsskólum var hlutfallið 30-50% en í sex skólum var það á bilinu 50-78%. Svarendur voru 16-19 ára.

Nemendur MTR eru sjaldnar ölvaðir en nemendur annarra framhaldsskóla landsins. Í könnun sem gerð var snemma á árinu sögðust tuttugu og fimm prósent nemenda hafa orðið ölvuð síðustu þrjátíu daga. Í flestum framhaldsskólum var hlutfallið 30-50% en í sex skólum var það á bilinu 50-78%. Svarendur voru 16-19 ára.

Forvarnardagurinn er í dag og hafa nemendur í morgun rætt neyslu vímuefna, hættuna sem henni er samfara og hvaða leiðir séu vænlegastar til að fá ungmenni til að fresta neyslu og helst að láta hana hana alveg vera. Hugmyndafræði dagsins byggir á niðurstöðum rannsókna íslenskra vísindamanna sem hafa rannsakað áhættuhegðun ungmenna árum saman. Síðustu fimmtán ár hefur dregið mikið úr vímuefnanotkun grunnskólanema og hún mælist minni hér á landi en víðast annars staðar.