Táknmálssöngur

Í miðannarviku hefur einn nemendahópurinn lært grunnatriðin í táknmáli og skoðað tónlist á táknmáli. Táknmálssöngur einkennist af taktbundnum hreyfingum handa og rími í formi handa og fingra. Markmiðið með táknmálskennslunni er að nemendur geti spjallað á einföldu máli. Þeir læra meðal annars að segja frá fjölskyldu sinni og nánasta umhverfi.

Í miðannarviku hefur einn nemendahópurinn lært grunnatriðin í táknmáli og skoðað tónlist á táknmáli. Táknmálssöngur einkennist af taktbundnum hreyfingum handa og rími í formi handa og fingra. Markmiðið með táknmálskennslunni er að nemendur geti spjallað á einföldu máli. Þeir læra meðal annars að segja frá fjölskyldu sinni og nánasta umhverfi.

Síðdegis æfði hópurinn frásögn sem tekin er upp á myndband og síðan skoðuð. Áður settust þeir inn á fyrirlestur í lífsleikni hjá Karitas Skarphéðinsdóttur Neff og táknmálskennarinn, Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, túlkaði á táknmál. Nemendur hafa líka fræðst um daufblindu eins og sjá má á myndum sem fylgja fréttinni.  MYNDIR

Táknmál er fyrsta mál um tvö hundruð Íslendinga sem reiða sig á það til tjáningar og samskipta og barna þeirra. Stjórnvöld eiga að hlúa að málinu, samkvæmt lögum sem samþykkt voru fyrir rúmum tveimur árum.

Hér er slóð á táknmálssöng http://www.youtube.com/watch?v=zlxPp0vAniY&feature=youtu.be

Fireflies með Owl City