Skólasetning
Menntaskólinn á Tröllaskaga var settur í fjórða sinn í Tjarnarborg í morgun. Skráðir nemendur eru um eitt hundrað og áttatíu en í upphafi var miðað við að nemendur yrðu um eitt hundrað og tuttugu þegar skólinn hefði náð fullri stærð.
Menntaskólinn á Tröllaskaga var settur í fjórða sinn í Tjarnarborg í morgun. Skráðir nemendur eru um eitt hundrað og
áttatíu en í upphafi var miðað við að nemendur yrðu um eitt hundrað og tuttugu þegar skólinn hefði náð fullri
stærð.
Fjarnemendur eru nú liðlega fjörutíu en dagskólanemendur tæplega eitt hundrað og fjörutíu. Flestir dagskólanemendur koma frá
Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði en nokkrir koma lengra að. Starfsmenn skólans eru liðlega tuttugu en ekki allir í fullu starfi. Tveir fjarkenna, annar
frá Höfn í Hornafirði en hinn frá höfuðborgarsvæðinu.
Meðal nýjunga í námsframboði er fjallamennska og útivist þar sem meðal annars verður hægt að leggja stund á klettaklifur og
æfa sig á brimbretti. Frjálsíþróttaakademía tekur starfa á haustönninni og knattspyrnuatkademían starfar áfram eins var
á síðasta skólaári.