Vorsýning á laugardag

Auglýsing vorsýning
Auglýsing vorsýning

Nemendur og starfsmenn skólans eru á fullri ferð að undirbúa sýningu á afrakstri vorannarinnar. Sýndur verður afrakstur af vinnu nemenda í frumkvöðlaverkefnum, myndlist, listljósmyndun og fleiri skapandi verkefnum. Jákvæð sálfræði var kennd í fyrsta sinn á önninni og verða verkefni úr því námi á sýningunni.

Nemendur og starfsmenn skólans eru á fullri ferð að undirbúa sýningu á afrakstri vorannarinnar. Sýndur verður afrakstur af vinnu nemenda í frumkvöðlaverkefnum, myndlist, listljósmyndun og fleiri skapandi verkefnum. Jákvæð sálfræði var kennd í fyrsta sinn á önninni og verða verkefni úr því námi á sýningunni.

Meðal námsmarkmiða í jákvæðri sálfræði er að hlú að jákvæðum tilfinningum, auka og efla eigin styrkleika, bregðast við neikvæðum hugsunum og tilfinningum og auka jákvæðni og þar með vellíðan í daglegu lífi. Hér eru slóðir á verkefni Önnu Lenu Victorsdóttur http://www.youtube.com/watch?v=jJg8xIHKQwo&feature=youtu.be og Kára Ólfjörð Ásgrímssonar http://www.youtube.com/watch?v=m6vYC1k0kzg&feature=youtu.be