Heiðursveggur Rios

Á Stórsýningunni sem enn stendur yfir er Graycloud Rios heiðraður sérstaklega fyrir framlag sitt til skólans í vetur. Á veggnum eru listljósmyndir eftir Rios en með þeim reynir hann að fanga töfra daglegs lífs. Hann byrjaði að skrifa sjö ára og semur bæði sögur og ljóð en segist í eðli sínu vera flakkari sem læri af öllum sem hann hittir á leiðinni.

Á Stórsýningunni sem enn stendur yfir er Graycloud Rios heiðraður sérstaklega fyrir framlag sitt til skólans í vetur. Á veggnum eru listljósmyndir eftir Rios en með þeim reynir hann að fanga töfra daglegs lífs. Hann byrjaði að skrifa sjö ára og semur bæði sögur og ljóð en segist í eðli sínu vera flakkari sem læri af öllum sem hann hittir á leiðinni.

Graycloud Rios býr í Minnesota í Bandaríkjunum en kom í skólann í vetur til að kenna nemendum í listljósmyndun. Hann hreifst af náminu í skólanum og ljósmyndun nemendanna. Stuttu síðar hafði hann samband og bauð nemendum að sýna í sýningarsal við Quixnotic kaffihúsið í St Paul í Minneapolis. Þar sýndu fimm nemendur skólans síðan verk sín og hafa selt þar nokkur verk.