Kristján Eldjárn Hjartarson, fulltrúi í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar var gestur nemenda á starfsbraut í morgun. Áfanginn heitir inngangur að félagsvísindum og hefur í þessari viku og þeirri síðustu verið fjallað um stjórnmálafræði. Kosningar til Alþingis hafa beint kastljósi að stjórnmálamönnum. En að ári verður kosið til sveitarstjórna og þar er ekki síður en á þinginu unnið að mikilvægum verkefnum.
Kristján Eldjárn Hjartarson, fulltrúi í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar var gestur nemenda á starfsbraut
í morgun. Áfanginn heitir inngangur að félagsvísindum og hefur í þessari viku og þeirri síðustu verið fjallað um
stjórnmálafræði. Kosningar til Alþingis hafa beint kastljósinu að stjórnmálamönnum. En að ári verður kosið til
sveitarstjórna og þar er ekki síður en á þinginu unnið að mikilvægum verkefnum.
Kristján fjallaði um mismunandi aðferðir við kjör í sveitarstjórnir, um hlutverk meirihluta og minnihluta og um
þá skyldu sveitarstjórnarmanna að hugsa um heildarhag. Jafnfram fór hann yfir mikilvægustu og fjárfrekustu verkefni
sveitarstjórnarstigsins.