Hvað er viðskiptaáætlun?

Það lærðu nemendur í Tröllaskagaáfanga í gær hjá Selmu Dögg Sigurjónsdóttur á Nýsköpunarmiðstöð. Hægt er að líta á viðskiptaáætlun sem sögu þar sem varan okkar eða þjónustan er aðalpersóna. Söguþráðurinn er svo hvernig hugmynd verður að veruleika, hvað á að framleiða eða selja, hvað þarf til, hvar á starfið að fara fram, hverjir eru mögulegir kaupendur og hvernig ætlum við að ná til þeirra.

Það lærðu nemendur í Tröllaskagaáfanga í gær hjá Selmu Dögg Sigurjónsdóttur á Nýsköpunarmiðstöð. Hægt er að líta á viðskiptaáætlun sem sögu þar sem varan okkar eða þjónustan er aðalpersóna. Söguþráðurinn er svo hvernig hugmynd verður að veruleika, hvað á að framleiða eða selja, hvað þarf til, hvar á starfið að fara fram, hverjir eru mögulegir kaupendur og hvernig ætlum við að ná til þeirra. Viðskiptaáætlun er því hvorki heimildaritgerð né skáldsaga þótt bankamenn og ýmsir fjárfestar hafi raunar greint frá því að hafa séð býsna reyfarakenndar áætlanir. Nemendur í Tröllaskagaáfanga munu á síðari hluta vorannar vinna að nýsköpunarhugmynd og þurfa þá meðal annars að semja viðskiptaáæltun og kynningarefni.