Páll Helgason, kennari frá Siglufirði var gestur nemenda á starfsbraut í dag. Hann kenndi þeim grunnatriði í bragfræði, svo sem að þekkja rímorð, stuðla og höfuðstafi. Mikil kúnst er að gera góðar vísur þar sem öllum reglum er fylgt. Páll notaði meðal annars kveðskap eftir Einar Benediktsson sem dæmi.
Páll Helgason, kennari frá Siglufirði var gestur nemenda á starfsbraut í dag. Hann kenndi þeim grunnatriði í bragfræði, svo sem að
þekkja rímorð, stuðla og höfuðstafi. Mikil kúnst er að gera góðar vísur þar sem öllum reglum er fylgt. Páll notaði
meðal annars kveðskap eftir Einar Benediktsson sem dæmi.
Falla tímans voldug verk
varla falleg baga
snjalla ríman stuðla sterk
stendur alla daga
Þessa vísu er hægt að fara með bæði áfram og afturábak og áhorfsmál á hvorn veginn hún er betri. En Páll kom
ekki að tómum kofunum hjá nemendum og Andri Mar bað um greiningu á vísu sem hann orti til afa síns.
Ungur að árum um Hvalfjörðinn hljóp
og virknin hún olli víst vafa.
En Guð okkar samt úr honum skóp
heimsins besta afa.
Páll greindi vísuna og höfundurinn fékk að vita að það vantaði höfuðstaf í fyrri hluta hennar og annan stuðulinn í
síðari hluta. Páll sagði að Andri Mar væri efnilegur og ætti að æfa sig og halda áfram að yrkja. Síðan dagði hann þeim
sögur af Jóhanni risa, Kobba malló, Björnóníu, Sveini mola og fleirum.