Nemendur MTR sýna í USA

Listljósmyndasýning fimm nemenda Menntaskólans á Tröllaskaga var opnuð í Quixnotic kaffihúsinu í St Paul í Minneapolis, Minnesota á laugardaginn. Graycloud Rios listljósmyndari sem kom og kenndi hér í miðannarviku, hreifst mjög af verkum nemenda og bauð þeim að sýna þar undir þemanu "My Iceland". Myndirnar eru í kaffihúsinu og litlum sýningarsal við hlið þess og njóta sín mjög vel.

Listljósmyndasýning fimm nemenda Menntaskólans á Tröllaskaga var opnuð í Quixnotic kaffihúsinu í St Paul í Minneapolis, Minnesota á laugardaginn. Graycloud Rios listljósmyndari sem kom og kenndi hér í miðannarviku, hreifst mjög af verkum nemenda og bauð þeim að sýna þar undir þemanu "My Iceland". Myndirnar eru í kaffihúsinu og litlum sýningarsal við hlið þess og njóta sín mjög vel.
Graycloud Rios sá um að ganga frá myndum nemenda, ramma þær inn og hengja upp á vegg. Þeir sem þekkja þessi störf vita að þetta er heilmikið verk og erum við honum einstaklega þakklát fyrir alla hans velvild í garð skólans og nemenda. Þeir sem eiga myndir á sýningunni eru Atli Tómasson, Hrönn Helgadóttir, Kári Björn Þorleifsson, Kristín Sigurjónsdóttir og Ómar Örn Ragnarsson. Öll eru þau komin á 3. þrep í námi sínu í listljósmyndun.
Fyrir þá sem þekkja einhvern á svæðinu þá er hér auglýsing um sýninguna.  Myndir   Myndband