Fjallamennska er hluti af því sem nemendur læra til að fá réttindi sem Björgunarmaður 1. Kennslan er bæði bókleg og verkleg. Uppsetning trygginga í snjó, að bremsa sig af með ísexi og ganga og klifra á mannbroddum var meðal þess sem æft var í Múlakollu um síðustu helgi. Kennari var Freyr Ingi Björnsson, fjallamaður frá Landsbjörgu.
Fjallamennska er hluti af því sem nemendur læra til að fá réttindi sem Björgunarmaður 1. Kennslan er bæði bókleg og verkleg.
Uppsetning trygginga í snjó, að bremsa sig af með ísexi og ganga og klifra á mannbroddum var meðal þess sem æft var í Múlakollu um
síðustu helgi. Kennari var Freyr Ingi Björnsson, fjallamaður frá Landsbjörgu.
Á föstudag var hlustað á fyrirlestra og Freyr Ingi Björnsson fræddi nemendur um eitt og annað sem getur komið upp í fjallaferðum. Stór
hluti dagsins fór í að læra að hnýta ýmsa hnúta og er hópurinn lunkinn við það.
Á laugardeginum hittumst við í Tindaseli (húsi björgunarsveitarinnar á Ólafsfirði sem heitir Tindur). Þar fengu allir
útbúnað til þess að fara á fjöll að vetrarlagi. Í upphafi þurfti að setja snjóflóðaýla á hvern og einn,
sigbelti, ísöxi, karabínur og sigtól en hjálmur, mannbroddar, siglínur og góða skapið er líka meðal staðalbúnaðar.
Þetta var fríður flokkur sem skundaði á Múlakollu og prófaði og upplifði hinar ýmsu aðferðir við að ganga á fjöll
í snjó. Þegar upp í fjall var komið var æfð ísaxarbremsa með tilþrifum og síðan æfðum við göngu á
mannbroddum og að klifra með ísexi og broddunum.
Einnig æfðum við okkur að setja upp tryggingar í snjó. Það var gert með snjóankeri, snjósæti og snjópolla.
Ótrúlegt hvað snjór getur haldið mörgum hundruðum kílóa (sést á myndunum þar sem við erum 3-5 að láta reyna
á styrkleika þessara tóla. Þetta var allt gert af mikilli natni og nákvæmni til að það væri sem tryggast.
Þetta var langur og strangur dagur - sérstaklega fyrir þá sem tóku ekki með sér nesti þannig að við fórum aftur í Tindasel
til að næra okkur og prófuðum þar sig og að framkvæma leit með snjóflóðaýla.
Það voru þreyttir og sælir nemendur sem héldu heim eftir þennan dag og hefðu alveg vilja eyða miklu meiri tíma með viskubrunninum okkar honum
Frey Inga. Hann hafði það á orði við okkur að hópurinn hefið verið mjög öflugur og duglegur, segir Ásdís
Sigurðardóttir íþróttakennari sem hefur umsjón með námsáfanganum. Myndir