Það krefst ákveðinnar tækni að nota venjulegar myndir sem hráefni í hreyfimyndir. Hægt er að læra að setja myndirnar þannig saman að úr verði myndband sem lítur út fyrir að hafi verið tekið upp sem hreyfimynd. Alice Liu kennir nemendum þessa tækni í miðannarvikunni og á föstudag klukkan 11 verður afraksturinn sýndur í skólanum.
Það krefst ákveðinnar tækni að nota venjulegar myndir sem hráefni í hreyfimyndir. Hægt er að læra að setja myndirnar þannig
saman að úr verði myndband sem lítur út fyrir að hafi verið tekið upp sem hreyfimynd. Alice Liu kennir nemendum þessa tækni í
miðannarvikunni og á föstudag klukkan 11 verður afraksturinn sýndur í skólanum.
Krakkarnir hafa meðal annars notað myndir af sér til dæmis af hendi og sett svo saman þannig að höndin hreyfist. Námskeiðið stendur alla vikuna
en í dag er Alice að hjálpa nemendum að laga myndböndin sín, stundum er hreyfingin of hröð eða of hæg og slíkt þarf að laga.
Slóð á myndbönd