Dana Rún og Jón Árni mynd GK
Eitt verkefna nemenda í stjórnmálafræði er að velja málefni af félagslegum eða pólitískum toga sem hátt ber í fréttum, gera grein fyrir því í stuttri frásögn og stýra umræðum í kennslustund. Dana Rún og Jón Árni fjölluðu um lyfjapróf á vinnumarkaði í síðustu viku og urðu nokkuð líflegar umræður eftir fyrirlestur þeirra.
Eitt verkefna nemenda í stjórnmálafræði er að velja málefni af félagslegum eða pólitískum toga sem hátt ber í
fréttum, gera grein fyrir því í stuttri frásögn og stýra umræðum í kennslustund. Dana Rún og Jón Árni
fjölluðu um lyfjapróf á vinnumarkaði í síðustu viku og urðu nokkuð líflegar umræður eftir fyrirlestur þeirra.
Markmið með verkefnum af þessu tagi er að nemendur æfist í að afla sér traustra upplýsinga, greina þær og setja í rétt
samhengi. Jafnframt að leggja mat á og rökræða samfélagsleg álitaefni á málefnalegan og gagnrýninn hátt.