Kvennalið í Gettu betur

Þrjár stúlkur, Arndís Lilja Jónsdóttir, Kristlaug Inga Sigurpálsdóttir og Þórdís Rögnvaldsdóttir munu keppa fyrir hönd skólans í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Keppnin hefst 7. janúar. Nemendafélagið hvetur alla til þess að fylgjast vel með dagskrá vorannar og taka virkan þátt í atburðum og uppákomum

Þrjár stúlkur, Arndís Lilja Jónsdóttir, Kristlaug Inga Sigurpálsdóttir og Þórdís Rögnvaldsdóttir munu keppa fyrir hönd skólans í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Keppnin hefst 7. janúar. Nemendafélagið hvetur alla til þess að fylgjast vel með dagskrá vorannar og taka virkan þátt í atburðum og uppákomum.

 Næst á eftir Gettu betur verður sameiginleg undankeppni söngkeppni framhaldskólanna haldin með Framhaldskólanum á Laugum. Heil helgi verður skipulögð með ýmsum viðburðum á Laugum. 

 Nemendaráð auglýsir eftir fólki í tvær stöður, gjaldkera og meðstjórnanda. Áhugasamir eru beðnir að snúa sér til fulltrúa í nemendaráði, senda þeim tölvupóst eða setja skilaboð á Facebook síðu Nemendafélagsins Trölla.