Nornir tóku á móti nemendum í morgun og hótuðu að breyta þeim sem ekki höfðu klæðst í samræmi við daginn í froska, karamellur eða sleikipinna. Nemendur á starfsbraut skreyttu skólann í anda dagsins og sáu um veitingar.
Nornir tóku á móti nemendum í morgun og hótuðu að breyta þeim sem ekki höfðu klæðst í samræmi við daginn
í froska, karamellur eða sleikipinna. Nemendur á starfsbraut skreyttu skólann í anda dagsins og sáu um veitingar. Síðdegis var haldið
kökupartí í anddyrinu. Þar var hægt að bragða á forljótum muffinskökum með blóðslettum og
kirkjugarðsskúffukökum sem skreyttar voru með legsteinum, draugum, hauskúpum og nornapotti. Þessu skoluðu menn niður með blóðdrykk sem
kældur var með íshönd. Starfsbrautarnemar sáu um baksturinn og alla umgjörð veislunnar fyrir Nemendaráðið og hlutu mikið lof fyrir.