Menntaskólinn á Tröllaskaga er orðinn heilsueflandi framhaldsskóli. Fáni átaksins blaktir við skólann og merki þess hefur verið komið fyrir á góðum stað. Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnisstjóri hjá Landlækni ávarpaði nemendur og starfsmenn við athöfnin þar sem áfanganum var fagnað.
Menntaskólinn á Tröllaskaga er orðinn heilsueflandi framhaldsskóli. Fáni átaksins blaktir við skólann og merki þess hefur verið
komið fyrir á góðum stað. Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnisstjóri hjá Landlækni ávarpaði nemendur og starfsmenn við
athöfnin þar sem áfanganum var fagnað. Héðinn sagði að nú tæki við fimm ára ferli en gátlistar hjálpuðu mönnum
að halda sig við efnið. Góð heilsa væri dýrmætasta eign hvers manns og hana þyrfti að efla og varðveita. MTR er að hefja annað
ár verkefnisins en undirbúningur hefur staðið í rúmt ár. Á þessu skólaári verður áhersla lögð á holla
næringu en næsta ár verður helgað hreyfingu. Óskar Þórðarson sagði að nemendur og starfsmenn þyrftu að vinna saman í
heilsueflingarverkefninu. Óskar er tengiliður skólans við Landlæknisembættið vegna verkefnisins. Guðni Ásgeirsson, formaður nemendaráðs
og Ásdís Sigurðardóttir, íþróttakennari drógu fánann að hún og nutu við það aðstoðar Sigurjóns
Sigtryggssonar. Myndir