Flórgoðinn mættur

Í næsta nágrenni skólans er flórgoðapar í önnum við að koma saman dyngju til að verpa í. Flórgoðar eru sjaldgæfir varpfulglar hér á landi en athyglisvert að fylgjast með atferli þeirra við varp og umönnun unga.

Í næsta nágrenni skólans er flórgoðapar í önnum við að koma saman dyngju til að verpa í. Flórgoðar eru sjaldgæfir varpfulglar hér á landi en athyglisvert að fylgjast með atferli þeirra við varp og umönnun unga. Fæturnir eru mjög aftarlega á búk flórgoðans og hann getur eiginlega ekki gengið en er því fimari að synda. Þess vegna útbýr hann hreiðrið þannig að hann geti hoppað upp úr vatninu og á hreiðrið. Þetta er dyngja úr sinustráum og öðrum gróðri sem er lauslega fest við land. Ef vindur er sterkur á varptímanum skola öldur oft sumum og jafnvel öllum eggjunum út úr hreiðrinu. Ekki kemur endilega að sök þótt eggjunum fækki því fuglinn ræður aðeins við uppeldi eins eða tveggja unga. Þeir eru afar fallegir og fá á meðan þeir eru litlir að sitja á baki foreldranna. Myndir