Þúsund ár

Stór hópur nemenda Grunnskóla Fjallabyggðar og Menntaskólans á Tröllaskaga tók í morgun á móti Halldóri Gunnari Pálssyni stjórnanda karlakórs Fjallabræðra í anddyri MTR. Hljóðritun á söng hópsins verður notuð í viðlagi lagsins Ísland sem karlakórinn ætlar að hljóðrita og gefa út á næstunni. Þegar hefur verið tekinn upp söngur margra hópa á Austurlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Viðstaddir í MTR í morgun fengu að heyra í Siglfirðingum og Skagfirðingum. Markmiðið er að hljóðrita þrjátíu þúsund raddir í viðlagið.

Stór hópur nemenda Grunnskóla Fjallabyggðar og Menntaskólans á Tröllaskaga tók í morgun á móti Halldóri Gunnari Pálssyni stjórnanda karlakórs Fjallabræðra í anddyri MTR. Hljóðritun á söng hópsins verður notuð í viðlagi lagsins Ísland sem karlakórinn ætlar að hljóðrita og gefa út á næstunni. Þegar hefur verið tekinn upp söngur margra hópa á Austurlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Viðstaddir í MTR í morgun fengu að heyra í Siglfirðingum og Skagfirðingum. Markmiðið er að hljóðrita þrjátíu þúsund raddir í viðlagið. Myndir