Stærðfræðikeppni FNV, MTR og 9. bekkjar

Keppendur í stærðfræðikeppni
Keppendur í stærðfræðikeppni
Föstudaginn 20. apríl fór fram stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar, en keppnin hefur nú verið haldin árlega í fimmtán ár. Í fyrsta sæti var Hákon Ingi Stefánsson, Varmahlíðarskóla, í öðru sæti var Valdimar Daðason, Dalvíkurskóla og í þriðja sæti var Ásdís Birta Árnadóttir, Höfðaskóla. Undankeppni stærðfræðikeppninnar fór fram í 15. mars og tóku 115 nemendur frá Norðurlandi vestra, Fjallabyggð og Dalvíkurskóla þátt í henni. Að þessu sinni komust 14 nemendur í úrslitakeppnina.

Föstudaginn 20. apríl fór fram stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar, en keppnin hefur nú verið haldin árlega í fimmtán ár.


Í fyrsta sæti var Hákon Ingi Stefánsson, Varmahlíðarskóla, í öðru sæti var Valdimar Daðason, Dalvíkurskóla og í þriðja sæti var Ásdís Birta Árnadóttir, Höfðaskóla. Undankeppni stærðfræðikeppninnar fór fram í 15. mars og tóku 115 nemendur frá Norðurlandi vestra, Fjallabyggð og Dalvíkurskóla þátt í henni. Að þessu sinni komust 14 nemendur í úrslitakeppnina.

Af þeim voru 2 frá Árskóla, 3 frá Varmahlíðarskóla, 1 frá Höfðaskóla, 3 frá Blönduskóla, 2 frá Grunnskóla Húnaþings vestra, 2 frá Grunnskóla Fjallabyggðar og 1 frá Dalvíkurskóla.

Stærðfræðikeppnin er samstarfsverkefni FNV, grunnskóla, stofnana og fyrirtækja á Norðurlandi vestra auk þess sem fyrirtæki utan kjördæmisins koma að verkefninu. Kennarar í stærðfræði við FNV báru hitann og þungann af samningu og yfirferð keppnisgagna, en grunnskólarnir sáu um fyrirlögn dæmanna í undankeppninni.

1. Verðlaun:
Casio FX 9750G II reiknivél frá Heimilistækjum
Kr. 10.000 frá styrktaraðilum.
Gjafabréf frá Ökuskóla Skagafjarðar ehf.
Síðasta setning Fermats
Matarkarfa frá Skagfirðingabúð
Canon PowerShot A2200 myndavél frá Tengli ehf og Nýherja
Nokia C2-01 sími frá Símanum
Verðlaunagripur frá KLM verðlaunagripum

2. Verðlaun
Casio FX 9750G reiknivél frá Heimilistækjum ehf
Prentari Canon PIXMA MG 2150 frá Tengli og Nýherja
Kr. 9.000 frá styrktaraðilum.
Síðasta setning Fermats
Matarkarfa frá Skagfirðingabúð
Nokia C1-01 sími frá Símanum
Verðlaunagripur frá KLM verðlaunagripum

3. Verðlaun
Casio FX 9750G reiknivél frá Heimilistækjum ehf
Kr. 8.000 frá styrktaraðilum
8 GB Lexar minniskubbur frá Tengli ehf og Nýherja.
Síðasta setning Fermats
Matarkarfa frá Skagfirðingabúð
Nokia C1-01 sími frá Símanum
Verðlaunagripur frá KLM verðlaunagripum

4-15. sæti:
Casio fx-350ES reiknivél
Síðasta setning Fermats og kr. 7.000 frá styrktaraðilum

Auk ofangreindra styrktaraðila styrktu eftirtaldir keppnina með fjárframlögum:
Blönduósbær
Fjallabyggð
Húnaþing vestra
Sveitarfélagið Skagaströnd
Sveitarfélagið Skagafjörður
Arionbanki
Landsbankinn Skr.
Sparisjóður Siglufjarðar
Sparisjóður SkagafjarðarVÍS
Sjóvá-Almennar
Fisk Seafood
Rammi á Siglufirði
Steinull hf
Tengill ehf
Verkfræðistofan Stoð