Hjólað í vinnuna

Starfsmenn Menntaskólans taka að sjálfsögðu þátt í átakinu hjólað í vinnuna, sem hófst í gær. Í morgun kom sá starfsmaður sem lengst á að fara hjólandi. Það er Óliver Hilmarsson sem býr á Másstöðum í Skíðadal. Leiðin er um 40 kílómetrar, að mestu ofanjarðar.

Starfsmenn Menntaskólans taka að sjálfsögðu þátt í átakinu hjólað í vinnuna, sem hófst í gær. Í morgun kom sá starfsmaður sem lengst á að fara hjólandi. Það er Óliver Hilmarsson sem býr á Másstöðum í Skíðadal. Leiðin er um 40 kílómetrar, að mestu ofanjarðar. Óliver segir að það hafi verið dásamlegt að hjóla niður Skíðadalinn og inn í fuglafriðlandið í Svarfaðardal og heyra í öllum fuglunum. Erfiðast hafi verið að hjóla um jarðgöngin gegn um Múlann en hann hafi bæði haft ennisljós og blikkljós aftan á hjólinu. Um miðbik ganganna hafi hann tekið þann kostinn að negla sig aftan í trukk sem fór fram úr honum og með því móti hafi hann komist klakklaust á leiðarenda.