31.01.2011
Þorkell V. Þorsteinsson aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Þorsteinn Broddason verkefnisstjóri Impru á Sauðárkróki komu í heimsókn. Voru þeir að skoða hugsanlegt samstarf milli skólanna sem og
milli MTR og FabLabsem staðsett er í Impru á Sauðárkróki. Brugðið vará
leik í stúdíói skólans eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. (Sjá myndir stærri)
Lesa meira
26.01.2011
Í dag eru nemendur úr grunnskóla Dalvíkurbyggðar í heimsókn í skólanum. Þetta er 10. bekkur sem er að skoða hvort
Menntaskólinn á Tröllaskaga er með nám sem hentar þeim. Þau fara í kennslustundir og fá síðan kynningu á
nemendafélaginu og skólanum. Við bjóðum þau velkomin!
Lesa meira
17.01.2011
Nú á vorönn býður skólinn upp á áfanga
ÍÞÞ2A03 sem gefur nemendum tækifæri til að stunda sína íþróttaiðkun af meiri krafti. Áfanginn hentar nemendum sem
eru í a) Afreksþjálfun, það er nemandi sem er í landsliðsúrtaki og hefur klár framtíðarmarkmið í sinni
íþróttagrein, b) Íþróttaþjálfun, það er nemandi sem er í skipulagðri markvissri íþrótta- og
keppnisþjálfun undir handleiðslu menntaðs þjálfara og c) Heilsuræktarþjálfun, það er nemandi sem er að stunda markvissa,
skipulagða heilsurækt. Þeir sem hafa áhuga er hvattir til að skrá sig í áfangann hjá áfangastjóra en nánari
upplýsingar veitir Óskar (oskar@mtr.is).
Lesa meira
11.01.2011
Ný aksturstafla hefur tekið gildi frá deginum í dag og er á
vef Fjallabyggðar
Við óskum bara eftir ferðum við upphaf og lok kennsludags sem er:
7:50 Siglufjörður - Ólafsfjörður
16:30 Ólafsfjörður - Siglufjörður, mánudag til fimmtudags
14:10 Ólafsfjörður - Siglufjörður, föstudaga
Skipulag rútuferða er alfarið í höndum Fjallabyggðar.
Lesa meira
11.01.2011
Miðvikudaginn 19. janúar kl. 18:00 verður haldinn kynningar- og
upplýsingafundur fyrir foreldra nemenda við Menntaskólann á Tröllaskaga. Um leið verður stofnfundur foreldrafélags skólans.
Vonumst til að sjá sem flesta á þessum fundi.
Bestu kveðjur,
Lára Stefánsdóttir
skólameistari
Lesa meira
07.01.2011
Mokstursmenn segja glórulaust veður í Héðinsfirði og ferð frá Siglufirði fellur því niður. Við höfum því
tekið þá ákvörðun að staðbundnar kennslustundir í skólahúsnæðinu falli niður í dag. Nemendur þurfa engu að
síður að skila öllum verkefnum sem eru í Moodle innan upphaflegra tímamarka. Ef nemendur eru í vandræðum með verkefnin eru þeir
beðnir að koma þeim á framfæri inn í Moodle.
Nemendur eru því beðnir að stunda nám sitt heima í dag.
Lesa meira
05.01.2011
Flestir námshópar eru yfirfullir og því mjög erfitt um vik við töflubreytingar. Því viljum við biðja ykkur að forðast
það í lengstu lög. Ef þið teljið að hjá því verði ekki komist sækið um breytinguna í afgreiðslunni en EKKI fara
til áfangastjóra þar sem líklegasta leiðin er sú að ef einhver sækir um að fara úr námshóp að það sé
leið inn í hann svo það þarf að hafa yfirlit yfir breytingaróskirnar.
Nemendur þurfa að hafa lokið Inngangi að listum sem er á 1. þrepi til að geta tekið áfanga í myndlist og ljósmyndun. Leyft er að
taka áfangana samhliða. Á sama hátt þurfa nemendur að hafa lokið Inngangi að Félagsvísindum IFÉ1A05 til að fara í
framhaldsgreinar á því sviði og INÁ1A05 til að fara í framhald í náttúruvísindagreinum.
Að öðru leyti er þrep undanfari þreps þannig að það er sama hvort DAN2B05 kemur á undan DAN2A05 eða ÍSL2B05 á undan
ÍSL2A05 og svo framvegis.
Lesa meira
05.01.2011
Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára geta fengið aðgang að
Innu. Þeir sækja sér lykilorð á www.inna.is í gegnum "gleymt lykilorð" (sjá lýsingu hér að neðan) og fá sent
nýtt lykilorð á netfang forráðamanns sem skráð var í Innu þegar sótt var um skólann. Forráðamaður notar eigin
kennitölu.
Lesa meira
31.12.2010
Við óskum öllum nær og fjær gleðilegs nýs árs og þökkum
fyrir einstakan hlýhug, stuðning og samvinnu íbúa Fjallabyggðar við skólann á stofnári sínu 2010.
Við hlökkum til að sjá eldri nemendur og nýja á næstu önn.
Starfsfólk Menntaskólans á Tröllaskaga
Lesa meira
28.12.2010
Fyrsti kennsludagur vorannar 2011 er þann 6. janúar en þá mæta nemendur skv. stundatöflu sem er aðgengileg í Innu.
Nýnemar mæta þann dag kl. 13:45 í Hæring til að fara yfir þau atriði sem nýnemum eru gagnleg.
Lesa meira