26.08.2010
Malbikun hefst á mánudag í Héðinsfjarðargöngum og leggur rútan af stað frá Siglufirði kl. 7:30 á meðan á
því stendur sem reiknað er með að verði um hálfur mánuður. Síðdegisferðin verður um Lágheiði og leggur af stað
frá Ólafsfirði kl. 15:30 á mánudag en síðan verða ferðir skoðaðar í samhengi við stundatöflu nemenda.
Við viljum nota tækifærið og þakka fyrir hversu mikið nemendur fá að fara um göngin sem hefur verið meira en við reiknuðum með og
gert ferðirnar auðveldari. Sérstaklega hjálpar til að önnur ferðin getur verið um göngin á meðan á malbikunartíma
stendur.
Til gamans má geta þess að reiknað er með að malbika um 600 metra á dag en tvö lög eru lögð af malbiki í göngin.
Malbikun hefst á mánudag í Héðinsfjarðargöngum og leggur rútan af stað frá Siglufirði kl. 7:30 á meðan á
því stendur sem reiknað er með að verði um hálfur mánuður. Síðdegisferðin verður um Lágheiði og leggur af stað
frá Ólafsfirði kl. 15:30 á mánudag en síðan verða ferðir skoðaðar í samhengi við stundatöflu nemenda.
Við viljum nota tækifærið og þakka fyrir hversu mikið nemendur fá að fara um göngin sem hefur verið meira en við reiknuðum með og
gert ferðirnar auðveldari. Sérstaklega hjálpar til að önnur ferðin getur verið um göngin á meðan á malbikunartíma
stendur.
Til gamans má geta þess að reiknað er með að malbika um 600 metra á dag en tvö lög eru lögð af malbiki í göngin.