Fannar Örn Hafþórsson útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Tröllaskaga þann 17. desember 2011 og þar með 4. stúdentinn sem útskrifast frá skólanum. Hann spilaði með hljómsveit Menntaskólans á Tröllaskaga við útskriftina ásamt því að halda útskriftarræðu.
Fannar Örn Hafþórsson útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Tröllaskaga þann 17. desember 2011 og þar með 4.
stúdentinn sem útskrifast frá skólanum. Hann spilaði með hljómsveit Menntaskólans á Tröllaskaga við útskriftina ásamt
því að halda útskriftarræðu.
Í ræðu sinni sagði hann m.a. "Það er óneitanlega mikils virði fyrir þetta litla samfélag að þessi skóli varð að
veruleika. Margir héldu að þetta yrði eitthvað minni eða ómerkilegri skóli en aðrir framhaldsskólar landsins en svo er alls ekki. Það
námsfyrirkomulag til dæmis að styðjast við símat en ekki lokapróf krefst mikillar vinnu alla önnina og þó svo það virðist minna
álag á manni síðustu vikurnar þá ómeðvitað lærir maður meira og man meira heldur en þegar maður lærir allt í einu
fyrir próf. Ég tel þetta fyrirkomulag betra til undirbúnings undir frekara nám í háskóla þar sem það skiptir máli að
kunn að skipuleggja sig og vinna jafnt og þétt allt skólaárið."
Við óskum Fannari Erni innilega til hamingju með stúdentsprófið.
Fleiri myndir af útskriftinni má sjá
hér.