Öskudagur

Adolf Hitler og Osama bin Laden komu í heimsókn með föruneyti í morgun og sungu saman - um Gamla-Nóa. Þeir hlutu sælgæti að launum. Ekki fylgir sögunni hvort þeir félagar sýndu iðrun en í kaþólskum sið er öskudagurinn dagur iðrunar.

Adolf Hitler og Osama bin Laden komu í heimsókn með föruneyti í morgun og sungu saman - um Gamla-Nóa. Þeir hlutu sælgæti að launum. Ekki fylgir sögunni hvort þeir félagar sýndu iðrun en í kaþólskum sið er öskudagurinn dagur iðrunar. Nokkrir tugir barna hafa litið við hjá okkur í Menntaskólanum í morgun og kætt lund nemenda og starfsfólks með söng. Lagaval virðist nokkuð hefðbundið. Auk Nóa er gjarnan sungið um Bjarnastaðabeljurnar og krumma sem krunkar úti og kallar á nafna sinn. Ein ung dama skapaði þó verulega tilbreytingu með því að syngja á móðurmáli sínu pólsku, lag sem ekki er þekkt hér á landi, enn sem komið er að minnsta kosti. Vonandi hafa allir gert sér gott af mærunni sem Björg Traustadóttir reiddi af hendi fyrir sönginn. Nú harðnar nefnilega á dalnum, öskudagurinn er fyrsti dagur í lönguföstu sem stendur í sjö vikur – fram að páskum. Myndir