Árshátíðarundirbúningur

Spenna ríkir í skólanum því mikið stendur til. Fjöldi nemenda hefur alla vikuna undirbúið árshátíðina sem haldin verður í kvöld. Hátíðin fer fram í Tjarnarborg þar sem fram verður reiddur þriggja rétta kvöldverður. Skemmtiatriði verða fjölbreytt

Spenna ríkir í skólanum því mikið stendur til. Fjöldi nemenda hefur alla vikuna undirbúið árshátíðina sem haldin verður í kvöld. Hátíðin fer fram í Tjarnarborg þar sem fram verður reiddur þriggja rétta kvöldverður. Skemmtiatriði verða fjölbreytt. Meðal atriðanna er leikþátturinn Tröllhvít og dvergarnir fimm. Nemendur í kvikmyndaáfanga kynna stuttmynd sem þeir vinna að. Krýnd verða ungfrú og herra skólans, íþróttaálfar af báðum kynjum, listamenn, húmoristar og fleiri en kosning um þessa titla hefur staðið í nokkra daga. Salurinn í Tjarnarborg hefur verið fagurlega skreyttur. Vetrar- og náttúruþema birtist í skreytingunum þar sem ríkjandi litir eru blátt og hvítt. Aðgöngumiði að hátíðinni gildir sem happdrættismiði og eru vinningar veglegir. Veislustjóri er Sigurvin “Fíllinn” Jónsson