Listljósmyndun úti og inni

Í miðannarvikunni komu gestakennarar til að kenna ljósmyndun. Þórhallur Jónsson eigandi Pedrómynda á Akureyri sem gefið hefur út bókina "Stafræn ljósmyndun á Canon EOS" fjallaði um stúdíóljósin úti og inni ásamt fleiru.

Í miðannarvikunni komu gestakennarar til að kenna ljósmyndun. Þórhallur Jónsson eigandi Pedrómynda á Akureyri sem gefið hefur út bókina "Stafræn ljósmyndun á Canon EOS" fjallaði um stúdíóljósin úti og inni ásamt fleiru. Helga Kvam margverðlaunaður listljósmyndari kenndi nemendum myndvinnslu en Helga hefur m.a. gert ljósmyndaseríu sem flutt var með Winterreise eftir Schubert á listahátíð í Sidney. Völundur Jónsson kenndi einnig en hann hefur lært ljósmyndun á Nýja Sjálandi og sér um ljósmyndir fyrir Akureyri vikublað og fleiri. Hann kenndi auglýsingamyndatöku í stúdíói. Auk þess var fjallað um listljósmyndara, listljósmyndagagnrýni vinnslu mynda og hvernig menn skapa sér sérkenni sem listamenn. Myndir