Árshátíð Menntaskólans á Tröllaskaga var sérlega glæslileg. Nemendur og starfsmenn mættu í sínu fínasta pússi í fagurlega skreyttan salinn í Tjarnarborg. Haft var á orði að salurinn hefði aldrei verið jafn glæsilegur.
Árshátíð Menntaskólans á Tröllaskaga var sérlega glæslileg. Nemendur og starfsmenn mættu í sínu fínasta
pússi í fagurlega skreyttan salinn í Tjarnarborg. Haft var á orði að salurinn hefði aldrei verið jafn glæsilegur. Hópur nemenda vann að
undirbúningi, skreytingum og skemmtiatriðum með Heiðu Símonardóttur og Guðmundi Ólafssyni í miðannarvikunni. Þessum nemendum tókst
m.a. með aðstoð Guðmundar að fá skólameistara á sviðið ásamt ýmsum kynjaverum sem leiknar voru bæði af nemendum og kennurum.
Ekki var annað að sjá en að nemendur og gestir þeirra hefðu gaman af því að sjá skólameistara sinn, kennara og samnemendur í
þessum undarlegu hlutverkum. Happdrætti með glæsilegum vinningum fyrirtækja í sveitarfélaginu vakti mikla lukku meðal nemenda og má reikna með
að margir þeirra verði vel klipptir, snyrtir og sællegir um páskana. Maturinn sem kom frá Höllinni var frábær og rann ljúflega niður
með yfir- og undirmáls bröndurum Fílsins sem var veislustjóri og dró ekki af sér þó að skólameistari og kennarar væri
í beinni sjónlínu. Hrönn Helgadóttir tók myndir í
salnum.