Skólasetning – Hópefli

Félagslíf nemenda var í forgrunni fyrsta skóladaginn. Meira en eitt hundrað nemendur köstuðu sér í hugmyndavinnu um félagslífið eftir að hafa hlýtt á setningarræðu skólameistara. Ásdís Sigurðardóttir stýrir þessu starfi og ætlar að vera nemendum til aðstoðar í vetur við að koma á og viðhalda því tómstunda- og félagsstarfi, auk skemmtana, sem nemendur vilja skipuleggja og taka þátt í.

Félagslíf nemenda var í forgrunni fyrsta skóladaginn. Meira en eitt hundrað nemendur köstuðu sér í hugmyndavinnu um félagslífið eftir að hafa hlýtt á setningarræðu skólameistara. Ásdís Sigurðardóttir stýrir þessu starfi og ætlar að vera nemendum til aðstoðar í vetur við að koma á og viðhalda því tómstunda- og félagsstarfi, auk skemmtana, sem nemendur vilja skipuleggja og taka þátt í.

Niðurstaða hópstarfsins var að nemendur vildu fjölbreytt og virkt félagslíf, bæði á skólatíma og utan hans. Áhugi er á að skipuleggja ferðir og vilji til að halda forkeppni fyrir spurningakeppni framhaldsskólanna. Allir vildu stórt húsnæði með stórum sófum, sem ekki yrði eins og svitahola þótt margir kæmu. Ásdís segir að þátttaka í starfinu hafi verið góð og nú sé búið að leggja drög að því hvað nemendur vilji gera.

Menntaskólinn á Tröllaskaga er að hefja þriðja starfsárið. Nemendum fjölgar stöðugt og námsframboð verður fjölbreyttara með fleiri starfsmönnum. Fjarmenntaskólinn og fjarnám eykur líka fjölbreytni náms við skólann. Alls eru um 170 nemendur skráðir nú í upphafi fimmtu annar sem skólinn starfar. Þar af eru 25 fjarnámsnemar og 15 grunnskólanemar. Um 70 nemendur koma frá Siglufirði, um 60 úr Ólafsfirði, 17 frá Dalvík en liðlega 20 frá ýmsum stöðum á landinu.