400 tonn úr kjallaranum

Tjón hefur orðið af vatni í húsum Menntaskólans og Grunnskólans í Ólafsfirði eftir úrhellið í gær og nótt. Síðan í gærkvöldi er Slökkviliðið búið að dæla um 400 tonnum af vatni upp úr kjallara MTR. Gísli Kristinsson, húsvörður segir að nokkurt tjón hafi orðið en það sé ekki fullkannað.

Tjón hefur orðið af vatni í húsum Menntaskólans og Grunnskólans í Ólafsfirði eftir úrhellið í gær og nótt. Síðan í gærkvöldi er Slökkviliðið búið að dæla um 400 tonnum af vatni upp úr kjallara MTR. Gísli Kristinsson, húsvörður segir að nokkurt tjón hafi orðið en það sé ekki fullkannað. Ljóst er að fráveitukerfi bæjarins virkar ekki sem skyldi en upplýsingar um hvernig á því stendur liggja ekki fyrir. Gísli segir að áður hafi flætt í kjallara húss MTR en ekki svo mikið síðan 1988 þegar aurskriðurnar miklu féllu. Hann segir að dæla í kjallaranum hafi farið á kaf og sé líklega skemmd en auk þess séu skemmdir á hurðum, timburverki og fleiru. Á myndinni er Jón Valgeir Baldursson, slökkviliðsmaður að dæla upp úr kjallaranum. Myndir