Dalvíkingar í stjórn

Aðalfundur Foreldrafélags MTR var haldinn í framhaldi af kynningarfundi með forráðamönnum nýnema. Tvö sæti voru laus í átta manna stjórn og varastjórn félagsins. Nýju fulltrúarnir koma báðir frá Dalvík, Hólmfríður Skúladóttir og Hólmfríður Sigurðardóttir, sem er varamaður. Þetta er vel við hæfi þar sem nemendum frá Dalvík hefur fjölgað mikið frá fyrra skólaári. Aðrir aðalfulltrúar eru Sigríður Karlsdóttir, formaður, Björg Traustadóttir, Guðný Róbertsdóttir og Sóley Reynisdóttir.

Aðalfundur Foreldrafélags MTR var haldinn í framhaldi af kynningarfundi með forráðamönnum nýnema. Tvö sæti voru laus í átta manna stjórn og varastjórn félagsins. Nýju fulltrúarnir koma báðir frá Dalvík, Hólmfríður Skúladóttir og Hólmfríður Sigurðardóttir, sem er varamaður. Þetta er vel við hæfi þar sem nemendum frá Dalvík hefur fjölgað mikið frá fyrra skólaári. Aðrir aðalfulltrúar eru Sigríður Karlsdóttir, formaður, Björg Traustadóttir, Guðný Róbertsdóttir og Sóley Reynisdóttir.

Foreldrar nýnemanna spurðu meðal annars um mötuneytismálin í skólanum og einnig um kostnað við skólaakstur milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Fyrir liggur að Aðalbakarí á Siglufirði sér um að léttir, hollir réttir, brauðmeti, pasta, ávextir og skyrdrykkir verði til sölu í skólahúsinu í vetur. Þessi þjónusta kemur í stað mötuneytis þar sem ekki tókust samningar um reglubundinn aðgang að heitum máltíðum fyrir nemendur. Þá lék foreldrum forvitni á að vita hvernig skólastjórnendur teldu líklegt að nemendafjöldi þróaðist.

Á kynningarfundinum skýrði aðstoðarskólameistari fyrir forráðamönnum nýnema hvernig tölvukerfin Inna og Moodle virka. Í Innu er haldið utan um stundaskrár, mætingar og umsagnir um nemendur en Moodle er kennslukerfi skólans. Einnig var skýrt hvernig brautir skólans eru byggðar upp og námsráðgjafi sagði frá þjónustu sinni við nemendur. Námsráðgjafinn ítrekaði að mikilvægt væri að forráðamenn fylgdust vel með börnum sínum, stuðningu við nýnema væri sérlega mikilvægur.