Ný stjórn Nemendafélagsins Trölla tekur við í dag. Kosningar sem áttu að vera 12. september eru óþarfar. Aðeins barst eitt framboð í hvert þeirra embætta sem laus voru. Þeir sem buðu sig fram eru því sjálfkjörnir. Guðni Brynjólfur Ásgeirsson tekur við formennsku af Lindu Ósk Birgisdóttur.
Ný stjórn Nemendafélagsins Trölla tekur við í dag. Kosningar sem áttu að vera 12. september eru
óþarfar. Aðeins barst eitt framboð í hvert þeirra embætta sem laus voru. Þeir sem buðu sig fram eru því sjálfkjörnir.
Guðni Brynjólfur Ásgeirsson tekur við formennsku af Lindu Ósk Birgisdóttur. Lilja Björk Jónsdóttir verður gjaldkeri og Kristófer
Leví Skjóldal verður meðstjórnandi ásamt Jóhönnu Jóhannsdóttur og Helgu Sigurgeirsdóttur. Atli Tómasson verður
áfram varaformaður. Nemendafélagið þakkar Lindu Ósk Birgisdóttur fyrir framlag hennar til félagslífs skólans. Formannsskiptin fara fram
í fundagati fyrir hádegi í dag. Ný stjórn kynnir sig og kynning verður á klúbbum á vegum félagsins. Hægt verður að
skrá sig í klúbbastarf.