Nýr búnaður var tekinn í notkun í efna- og eðlisfræðistofu skólans í vikunni. Nemendur í eðlisfræði, sautján manna hópur, notar þessi tæki til að læra undirstöðuatriði hreyfifræðinnar. Hún fjallar um hraða, hreyfingar og stefnu hluta, segir Óliver Hilmarsson, eðlisfræðikennari.
Nýr búnaður var tekinn í notkun í efna- og eðlisfræðistofu skólans í vikunni. Nemendur í
eðlisfræði, sautján manna hópur, notar þessi tæki til að læra undirstöðuatriði hreyfifræðinnar. Hún fjallar um
hraða, hreyfingar og stefnu hluta, segir Óliver Hilmarsson, eðlisfræðikennari. Nemendur gera tilraunir á sjálfum sér. Þeir skrá eigin
hreyfingar með búnaðinum. Nemendur ganga, hoppa, hlaupa eða skríða, til dæmis um skólastofuna og búnaðurinn sýnir feril hreyfinga
þeirra myndrænt á tölvuskjá. Í daglegu tali er gjarnan talað um að “plotta feril” en sú málnotkun stenst ef til vill ekki
kröfur hörðustu málvöndunarsinna.