Nemendur í EÐL2A05 sýndu mikla hæfni á dögunum þegar þeir reiknuðu feril kúlu sem rennt var niður skáhallandi braut og fram af brún. Öllum þremur hópunum sem nemendum áfangans var skipt í tókst að reikna braut kúlunnar það nákvæmlega að hún lenti í litlu glasi á gólfinu í fyrstu tilraun.
Nemendur í EÐL2A05 sýndu mikla hæfni á dögunum þegar þeir reiknuðu feril kúlu sem rennt var niður skáhallandi braut og fram af
brún. Öllum þremur hópunum sem nemendum áfangans var skipt í tókst að reikna braut kúlunnar það nákvæmlega að
hún lenti í litlu glasi á gólfinu í fyrstu tilraun. Borðbrúnin var í um eins metra hæð frá gólfi og lendingarstaður
kúlunnar liðlega hálfum metra frá borðinu. Brautin var um það bil einn metri. Tilraunin var endurtekin og niðurstaðan var sú sama hjá
öllum hópunum þannig að útkoman var augljóslega ekki tilviljun.