Nemendur í áfanganum hetjur og skúrkar kynntu verkefni sín í myndum og máli í morgun. Verkefnið er að semja sögu og myndskreyta þar sem reynt er að fylgja 12 skrefunum á ferðalagi hetjunnar sem byggir á kenningum Joseph Campell og komu fyrst fram í bók hans Hetjan með þúsund andlit.
Einn skreytti frásögn sína með myndbandi en flestir með teikningum og/eða myndum.
Nemendur í áfanganum hetjur og skúrkar kynntu verkefni sín í myndum og máli í morgun. Verkefnið er að semja sögu og myndskreyta
þar sem reynt er að fylgja 12 skrefunum á ferðalagi hetjunnar sem byggir á kenningum Joseph Campell og komu fyrst fram í bók hans Hetjan með
þúsund andlit. Einn skreytti frásögn sína með myndbandi en flestir með teikningum og/eða myndum. Efni og persónur sagnanna var afar fjölbreytt.
Einn nemandi hafði skrifað félaga sína í áfanganum og kennarann inn í söguþráðinn. Annar notaði gamlar hetjur, Gunnar á
Hlíðarenda, þrumuguðinn Þór, Loka Laufeyjarson, Fenrisúlf og fleiri persónur forn- og goðsagna. Þriðji nemandinn notaði
Krímstríðið sem sögusvið og Florence Nightingale sem aðalsöguhetju. Tvær barnasögur voru meðal úrlausna og meðal persóna sem
komu fyrir og ekki hefur þegar verið getið eru Arnold Swartzenegger, Batman og Dís sem vann hjá fjármálafyrirtæki fyrir hrun en endaði sem
lögreglumiðill.