Fisktækninám styrkt

Menntamálaráðuneytið hefur veitt Menntaskólanum á Tröllaskaga og tveimur öðrum skólum styrk til að þróa nám í fisktækni. MTR sótti ásamt Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um styrk til að efla starfsmenntun. Árangurinn er fjórar og hálf milljón króna.

Menntamálaráðuneytið hefur veitt Menntaskólanum á Tröllaskaga og tveimur öðrum skólum styrk til að þróa nám í fisktækni. MTR sótti ásamt Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um styrk til að efla starfsmenntun. Árangurinn er fjórar og hálf milljón króna.

 

Nám í fisktækni hófst við MTR í haust og fer vel af stað í umsjón Önnu Maríu Jónsdóttur, sjávarútvegsfræðings. Áhersla er á sjávarútveg sem einn af undirstöðuatvinnuvegum Íslendinga og mikilvægan þátt í menningu okkar og arfleifð. Í boði verður námsleið til stúdentsprófs ásamt styttri námsleið í fiskiðnaði til framhaldsskólaprófs. Námið var undirbúið í samstarfi við Dalvíkurbyggð, fiskvinnslufyrirtæki á Dalvík, Einingu-Iðju og Símey. Einnig hefur undirbúningurinn notið stuðnings frá Ramma hf.<

MTR og Háskólinn á Akureyri hafa bundið fastmælum að vinna saman að því að bæta menntun á sviði sjávarútvegs og fiskvinnslu og þróa hina nýju námsbraut áfam með það að markmiði að uppfylla þarfir atvinnugreinarinnar. Sjávarútvegsfræði hefur verið kennd með góðum árangri í HA í tvo áratugi og er það akkur fyrir skipuleggjendur námsins á framhaldsskólastigi að njóta góðs af reynslu og þekkingu sem starfsmenn háskólans búa yfir.