Stórafmæli

Helen Meyers, stuðningsfulltrúi fagnar 50 ára afmæli í dag og nemendur á starfsbraut hafa fagnað með henni og lagt sig fram við að gera henni glaðan dag. Þau kölluðu hana “50 ára gelluna sína” og gáfu henni meðal annars myndverk og ljóð

Helen Meyers, stuðningsfulltrúi fagnar 50 ára afmæli í dag og nemendur á starfsbraut hafa fagnað með henni og lagt sig fram við að gera henni glaðan dag. Þau kölluðu hana “50 ára gelluna sína” og gáfu henni meðal annars myndverk og ljóð. Heiðar Karl Rögnvaldsson gerði málverkið sem segja má að sé einkar hjartnæmt. Andri Mar Flosason flutti frumort prósaljóð þar sem segir meðal annars “Þú hjálpar okkur að læra, en segir okkur aldrei að kæra. Þú ert með stórt og gott hjarta ...”. Þá lásu Geirrún Jóhanna Sigurðardóttir – Rúna og Sigurjón Sigtryggsson ljóð fyrir Helen. Eftir þessa menningarlegu dagskrá var kökupartí en krakkarnir höfðu skreytt stofuna sína með ýmsum hætti í tilefni dagsins, meðal annars með spakmælum og málsháttum. “Betra er yndi en auður” og “besta gjöfin er gott fordæmi” voru meðal þess sem komið hafði upp þegar þau hugsuðu um Helen. Falleg, ljúf, hláturmild og besti kennarinn voru meðal þeirra hugtaka sem nemendurnir notuðu til að lýsa afmælisbarnin