Hamingjudagur

Anna Lena Victorsdóttir segir frá Hamingjudögum
Anna Lena Victorsdóttir segir frá Hamingjudögum
Hamingjan er þema dagsins í félagsfræði á starfsbraut á föstudögum. Anna Lena Victorsdóttir nemandi skólans var gestafyrirlesari í dag. Hún er frá Hólmavík og sagði frá bæjarhátíðinni sinni, Hamingjudögum á Hólmavík. Hátíðin hefur verið haldin fyrstu helgina í júlí á hverju ári síðan 2005.

Hamingjan er þema dagsins í félagsfræði á starfsbraut á föstudögum. Anna Lena Victorsdóttir nemandi skólans var gestafyrirlesari í dag. Hún er frá Hólmavík og sagði frá bæjarhátíðinni sinni, Hamingjudögum á Hólmavík. Hátíðin hefur verið haldin fyrstu helgina í júlí á hverju ári síðan 2005.

Hjá Önnu Lenu kom fram að tilgangur hátíðarinnar er tvíþættur. Annars vegar er hátíðin átthagamót fyrir brottflutta Strandamenn og Hólmvíkinga, vettvangur til að hittast og eiga góða stund á heimaslóð. Hinn megintilgangurinn með hátíðinni er að sem flestir taki þátt með sínum hætti á eigin forsendum. Með virkri þátttöku í hátíðinni hjálpa menn til við að uppfylla meginmarkmið hennar sem er að hver einasti íbúi í Strandabyggð ásamt gestum finni fyrir innri hamingju, hugarró, gleði og kærleika.

Meðal atriða á hátíðinn er hamingjuhlaupið sem er skemmtihlaup og allir sigurvegarar sem taka þátt í því. Hlaupinu lýkur við langt kökuhlaðborð en á það leggja allir þátttakendur kökur sem þeir hafa bakað og eru ýmis verðlaun í boði í kökukeppninni. Hátíðin stendur heila helgi með tónleikum, dansleikjum og fleiri samkomum en í lokin eru haldnir furðuleikar á Sauðfjársetrinu og svo er framkvæmdastjóri hátíðarinnar heiðraður með því að henda í hann kindaskít.

Mér finnst félagsfræðitímarnir spennandi, þetta er nýtt fag og ég heyri margt sem ég hef ekki heyrt áður. Þetta er bæði áhugavert og erfið áskorun sem reynir á mann og það finnst mér spennandi. Við lesum fréttablöð og það er eins og við séum alvöru fréttamenn, vitum hvað er að gerast í heiminum. Ef fréttir væru ekki til þá vissum við ekkert hvað væri að gerast á jörðinni. Í hamingjutímanum á föstudögum tölum við um það að eiga góð samskipti við fólk. Það eykur hamingjuna.

Höfundur texta: Katrín Elva Ásgeirsdóttir