Nemendur í Inngangi að listum lærðu margt í menningar- og listaferð sinni til Akureyrar í gær.
Nemendur skoðuðu hvern krók og kima í Listagilinu. Fyrsti viðkomustaður var Ketilhúsið þar sem stendur yfir sýningin Ars Borealis. Hún veitir innsýn í líf á norðurslóðum fyrr og nú.
Nemendur í Inngangi að listum lærðu margt í menningar- og listaferð sinni til Akureyrar í gær.
Nemendur skoðuðu hvern krók og kima í Listagilinu. Fyrsti viðkomustaður var Ketilhúsið þar sem stendur yfir sýningin Ars Borealis. Hún
veitir innsýn í líf á norðurslóðum fyrr og nú.
Því næst var haldið í Myndlistaskólann á Akureyri þar sem nemendur fengu góða og ítarlega kynningu á starfssemi
skólans og hittu bæði nemendur og kennara. Siglfirðingurinn Aðalheiður Eysteinsdóttir var einmitt að kenna áfanga í fagurlistadeildinni og fengu
nemendur góða kynningu frá henni og nemendum hennar.
Haraldur Ingi Haraldsson, verkefnastjóri Listasafnsins á Akureyri tók síðan á móti hópnum og leiddi í gegnum stórmerkilega
sýningu á verkum listakonunnar Rögnu Hermannsdóttur. Ragna var fjölhæf listakona og vann í marga miðla en á þessari sýningu er
lögð áhersla á grafíkverk hennar, einkanlega tréristur og bókverk en á því sviði náði hún sérstökum
árangri.
Listagalleríið Mjólkurbúðin var næsti viðkomustaður og voru nemendur fluttir um stund til Argentínu. Í Mjólkurbúðinni
stendur yfir sýning Hlyns Helgasonar, Patagónía, en hún samanstendur af gvassakvarellum, ljósmyndum, ljósmyndaskyggnum og myndbandsverki. Myndefni
sýningarinnar, Patagóníu, er unnið árið 2010 í Argentínu, bæði í Buenos Aires en einnig á ferð þvert yfir
suðurhluta landsins, Patagóníu.
Að lokum heimsóttu nemendur sýninguna Ómyndir í Deiglunni en þar eru mestmegnis teikningar og skissur þar sem hrá uppsetning er
leiðarljósið.
Virkilega góð og fróðleg ferð fyrir nemendur og margir sem voru að koma í fyrsta skipti í söfnin í Listagilinu.
Myndir