Björgunarnám í MTR

Ákveðið hefur verið að kenna grunnþjálfun björgunarmanna á vorönn í samstarfi við björgunarsveitir á svæðinu og Björgunarskóla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Björgunarmaður 1 er áfanginn sem menn fá út úr þessu námi. Kennarar verða leiðbeinendur Björgunarskólans, flestir af Norðurlandi. Ásdís Sigurðardóttir, íþróttakennari mun sjá um skipulag námsins innan skólans.

Ákveðið hefur verið að kenna grunnþjálfun björgunarmanna á vorönn í samstarfi við björgunarsveitir á svæðinu og Björgunarskóla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Björgunarmaður 1 er áfanginn sem menn fá út úr þessu námi. Kennarar verða leiðbeinendur Björgunarskólans, flestir af Norðurlandi. Ásdís Sigurðardóttir, íþróttakennari mun sjá um skipulag námsins innan skólans.  Dagbjartur Brynjarsson, skólstjóri Björgunarskóla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar átti fund með Láru Stefánsdóttur, skólameistara, Ásdísi og Margréti Laxdal varaformanni Landsbjargar um þetta mál hér í skólanum í gær. Um kvöldið var síðan fundur með fulltrúum björgunarsveitanna Tindum í Ólafsfirði, Strákum á Siglufirði en fulltrúar frá Dalvík komust ekki á þennan fund. Nemendur frá Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði hafa nú þegar skráð sig í námið og hægt að bæta nokkrum við.