Starfsbrautarnemendur hafa á haustönninni undirbúið gerð stuttmyndar þar sem bræðurnir frá Bakka í Svarfaðardal verða í lykilhlutverki. Handrit er tilbúið og tökur hófust á Siglufirði í gær. Á starfsbrautinni eru nemendur frá Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði og verður myndin tekin í öllum byggðarlögunum þremur.
Starfsbrautarnemendur hafa á haustönninni undirbúið gerð stuttmyndar þar sem bræðurnir frá Bakka í Svarfaðardal verða í
lykilhlutverki. Handrit er tilbúið og tökur hófust á Siglufirði í gær. Á starfsbrautinni eru nemendur frá Dalvík,
Ólafsfirði og Siglufirði og verður myndin tekin í öllum byggðarlögunum þremur. Hlutverk Bakkabræðra verður að tengja byggðirnar
þrjár og sjá til þess að söguþráðurinn slitni ekki. Aðstandendur stuttmyndarinnar eru þöglir um efni hennar að öðru
leyti. Myndin verður framlag starfsbrautar Menntaskólans á Tröllaskaga í stuttmyndakeppni starfsbrauta í framhaldsskólum. Myndir