Útivist í Fljótum

Nemendur í útivistaráfanga dvöldu á Bjarnargili í Fljótum í tvo sólarhringa um helgina. Markmið ferðarinnar var að nota nærumhverfið til að læra að ferðast í hópi og njóta útivistar. Ásdís Sigurðardóttir, kennari segir það hafi tekist ágætlega og nemendur verið mjög ánægðir með ferðina.

Nemendur í útivistaráfanga dvöldu á Bjarnargili í Fljótum í tvo sólarhringa um helgina. Markmið ferðarinnar var að nota nærumhverfið til að læra að ferðast í hópi og njóta útivistar. Ásdís Sigurðardóttir, kennari segir það hafi tekist ágætlega og nemendur verið mjög ánægðir með ferðina.

Á laugardag gekk hópurinn um Holtsdal og naut leiðsagnar Trausta Sveinssonar, skíðamanns, en á sunnudag var leikjadagur. Krakkarnir fundu margar girnilegar brekkur með miklum sköflum, hólum og hæðum, klifruðu í hengjum, grófu snjóhús og upplifðu umhverfið á fjölbreyttan hátt. Snjóþotur voru gerðar úr ýmsu tiltæku en sumir höfðu verið svo forsjálir að taka gönguskíðin með og komust þeir víðar um og hraðar en hinir.

Eftir útivistina tóku menn úr sér hrollinn í sundlauginni á Sólgörðum. Á laugardagskvöld fylgdist hópurinn með Söngvakeppni Sjónvarpsins en hélt eftir það kvöldvöku sem stóð fram á nótt. Almenn ánægja var með aðbúnað og viðurgjörning hjá Sigurbjörgu á Bjarnargili. Myndir  Video